Engin kona flutt inn í nýstofnað athvarf enn þá

Engin kona hefur enn flutt inn í nýstofnað kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali sem var opnað í Reykjavík 2. september síðastliðinn. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir að nokkrar konur sem eru að skoða sín mál hafi hringt og sýnt áhuga.

„Við opnuðum án þess að allt væri tilbúið og höfum verið að leggja lokahönd á athvarfið. Námskeiði fyrir sjálfboðaliða lauk á þriðjudag og á næstu vikum förum við í kynningarátak á athvarfinu meðal fagaðila. Við ætlum að kynna betur þetta úrræði svo þeir geti vísað sínum konum á okkur. Við förum til félagsþjónustunnar, heilsugæslunnar, meðferðaraðila, á Landspítalann og geðdeildir,.“

Styrktaraðilum fjölgar

Á sama tíma og athvarfið var opnað hóf Stígamót fjáröflunarátak þar sem fólki er boðið að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar Stígamóta. Söfnunarátakið er enn í gangi og segir Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastýra Stígamóta það hafa gengið vel. „Við erum ekki búnar að gera átakið upp en um fimmhundruð manns ætla að vera fastir greiðendur. Tvær helgar eru eftir af átakinu og við skorum á fleiri að vera með,“ segir Guðrún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert