Loftsteinar eða skemmdarverk?

Brennd rispa á bílnum.
Brennd rispa á bílnum. mbl.is/Golli

Hvað dettur starfsmanni CCP, sem framleiðir m.a. leikinn EVE Online, helst í hug, þegar hann kemur að bílnum sínum klukkan átta í gærmorgun, eftir að hafa skutlað syni sínum inn á leikskólann Barónsborg við Njálsgötu í Reykjavík og verið að því í fimm mínútur, þegar hann sér nýjar, járnbrúnar, brenndar rispur á hliðarrúðu bílsins og þaki?

„Mér brá, því ég vissi ekki hvað þetta var en það fyrsta sem ég hugsaði var um bandaríska gervihnöttinn,“ segir Björn Jónsson, sem varð fyrir fyrrnefndri reynslu í gærmorgun.

Fram kom í gær að umræddur gervihnöttur myndi brenna upp í gufuhvolfinu en brak úr honum gæti lent hvar sem væri og datt Birni fyrst í hug að um væri að ræða nálar úr honum. Hann sagðist hafa litið í kringum sig og hvorki séð framkvæmdir í gangi né orðið var við óeðlilegar mannaferðir. Hann þakkar fyrir að hafa ekki sjálfur fengið eitthvað í höfuðið, en engin vegsummerki séð á götunni. „Hafi þetta komið að utan hafa þetta verið mjög litlar agnir.“

Hrafn Karlsson, veðurathugunarmaður hjá Veðurstofu Íslands, hlustaði með athygli á frásögnina, en sagði að Veðurstofan hefði ekki haft spurnir af braki úr háloftunum. „Það er ekkert sem við höfum frétt af,“ segir hann. Málið er því enn óleyst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert