Manngerðir skjálftar á Hellisheiði auka álag og trufla vöktun vegna Kötlu

Hellisheiðarvirkjun.
Hellisheiðarvirkjun. mbl.is/RAX

Á annað hundrað mann­gerðir jarðskjálft­ar urðu í ná­grenni Hell­is­heiðar­virkj­un­ar í gær en und­an­farn­ar vik­ur hef­ur Orku­veita Reykja­vík­ur dælt niður jarðhita­vatni um bor­hol­ur og hef­ur það valdið skjálftun­um.

Stærstu jarðskjálft­arn­ir mæld­ust um 3 stig og bár­ust Veður­stofu Íslands til­kynn­ing­ar frá fólki sem varð skjálft­anna vart í Hvera­gerði og Mos­fells­bæ.

Jarðeðlis­fræðing­ur hjá Veður­stof­unni seg­ir mann­gerðu jarðskjálft­ana auka mjög álag á jarðskjálfta­mæla og hafa trufl­andi áhrif þegar verið er að greina upp­lýs­ing­ar tengd­ar raun­veru­leg­um skjálft­um eins og verið hafa í Kötlu und­an­farið.

Í gær­morg­un varð skjálfti í Kötlu­öskju sem mæld­ist 2,7 stig. Tals­verð virkni hef­ur verið í eld­stöðinni frá því að hlaup varð í Múla­kvísl, sem renn­ur úr Mýr­dals­jökli, og í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur Kötlu vera í mjög óró­legu ástandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert