Óttast flótta úr stéttinni

Á annað hundrað lögreglumanna beið niðurstöðu gerðardómsins fyrir utan hús …
Á annað hundrað lögreglumanna beið niðurstöðu gerðardómsins fyrir utan hús ríkissáttasemjara í gær. mbl.is/Júlíus

Lög­reglu­menn voru þung­ir á brún í gær eft­ir að þeim var kynnt niðurstaða gerðardóms um kjör þeirra. Þeir sem rætt var við sögðu dóm­inn, sem fel­ur í sér 4,25% launa­hækk­an­ir, líkt og samið var um í vor á hinum al­menna vinnu­markaði, auk þrett­án þúsund króna hækk­un­ar á álags­greiðslu, lít­ilsvirðingu við stétt­ina og til þess fall­inn að auka brott­fall og draga úr nýliðun.

„Ég er hundó­ánægður með þessa niður­stöðu og greiddi at­kvæði gegn henni,“ sagði Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna (LL). Mik­il dep­urð hafi verið í lög­reglu­mönn­um. „Þeir hrein­lega trúa því ekki að rík­is­valdið skuli koma fram við þá með þess­um hætti sem hér birt­ist.“

Snorri seg­ist ótt­ast enn frek­ara brott­fall úr stétt­inni en síðan 2007 hafi það verið tölu­vert. „Menn eru að fara úr stétt­inni í frek­ara nám og í önn­ur og bet­ur launuð störf á hinum al­menna vinnu­markaði. Það er líka jafn­ljóst að þegar bet­ur fer að ára í þjóðfé­lag­inu verður gríðarlegt brott­fall úr stétt­inni.“

Á þriðju­dag­inn munu for­menn lög­reglu­fé­laga og stjórn LL funda um niður­stöðu gerðardóms­ins og ákveða til hvaða aðgerða verður gripið í fram­hald­inu. Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjór­inn á höfuðborg­ar­svæðinu, vildi ekki tjá sig um málið þegar eft­ir því var leitað.

Lög­reglu­fé­lag Vest­fjarða samþykkti álykt­un á fundi í gær­kvöldi þar sem fram­koma rík­is­valds­ins gagn­vart lög­reglu­mönn­um er for­dæmd. 

Niður­læg­ing

„Lög­reglu­menn hafa ekki verk­falls­rétt þar sem störf þeirra eru tal­in ómiss­andi á öll­um tím­um.  Þetta hef­ur rík­is­valdið nýtt sér með því að semja ekki við lög­reglu­menn í tæpa 300 daga, knýja fram gerðardóm og standa síðan að dómi sem lög­reglu­menn telja vera niður­læg­ingu við starfs­stétt­ina," seg­ir m.a. í álykt­un­inni. 

Ljóst sé að þessi niðurstaða muni strax valda nei­kvæðri þróun í lög­gæslu og ótt­ist fé­lagið stór­felld­an flótta lög­reglu­manna úr stétt­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert