Lögreglumenn vinna ekki frumkvæðisvinnu

Lögreglan ætlar ekki að sinna frumkvæðisvinnu, eins og t.d. að …
Lögreglan ætlar ekki að sinna frumkvæðisvinnu, eins og t.d. að stöðva bíla ef ökumaður er að tala í farsíma eða ef einhver farþeganna er ekki í bílbelti. mbl.is

Í mótmælaskyni við gerðardóminn sem féll í gær ætlar fjöldi lögreglumanna ekki að vinna svonefnda frumkvæðisvinnu í dag og jafnvel lengur. Þá ætla þeir að taka sér nægan tíma til að sinna útköllum og sumir hafa hug á því að hringja tilkynna sig veika á næstu dögum þrátt fyrir að vera heilir heilsu.

Í frumkvæðisvinnu felst t.d. að stöðva bíl í akstri ef ökumaður er að tala í farsíma, ef einhver er án bílbeltis eða ef eitthvað athugavert er við ljósabúnað bílsins o.s.frv. Að sögn heimildarmanns innan lögreglunnar er ekki vitað nákvæmlega hve lengi stendur til að vinna ekki frumkvæðisvinnu, en hugmyndin að henni er sprottin frá lögreglumönnunum sjálfum, ekki lögreglufélögunum.

Að sögn heimildarmannsins ætla margir sér einnig að taka góðan tíma í að sinna útköllum.

„Lögreglumenn eru eins og útspýtt hundskinn milli verkefna vegna niðurskurðar og mannfæðar. Það gerir það að verkum að þeir eru hlaupandi milli verkefna, afgreiða þau á hlaupum. Nú ætla menn að taka sér tíma í að afgreiða verkefnin, hver bíll er kannski upptekinn í hálftíma til klukkutíma, sem væri eflaust eðlileg afgreiðsla en vegna mannfæðar og mála sem bíða fara menn í gegnum málin á handahlaupum. Nú ætla menn einfaldlega að veita þeim mun betri þjónusta og vinna málin á þeim hraða sem ætti að vinna þau ef mannskapur væri nægur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert