Lögreglumenn vinna ekki frumkvæðisvinnu

Lögreglan ætlar ekki að sinna frumkvæðisvinnu, eins og t.d. að …
Lögreglan ætlar ekki að sinna frumkvæðisvinnu, eins og t.d. að stöðva bíla ef ökumaður er að tala í farsíma eða ef einhver farþeganna er ekki í bílbelti. mbl.is

Í mót­mæla­skyni við gerðardóm­inn sem féll í gær ætl­ar fjöldi lög­reglu­manna ekki að vinna svo­nefnda frum­kvæðis­vinnu í dag og jafn­vel leng­ur. Þá ætla þeir að taka sér næg­an tíma til að sinna út­köll­um og sum­ir hafa hug á því að hringja til­kynna sig veika á næstu dög­um þrátt fyr­ir að vera heil­ir heilsu.

Í frum­kvæðis­vinnu felst t.d. að stöðva bíl í akstri ef ökumaður er að tala í farsíma, ef ein­hver er án bíl­belt­is eða ef eitt­hvað at­huga­vert er við ljósa­búnað bíls­ins o.s.frv. Að sögn heim­ild­ar­manns inn­an lög­regl­unn­ar er ekki vitað ná­kvæm­lega hve lengi stend­ur til að vinna ekki frum­kvæðis­vinnu, en hug­mynd­in að henni er sprott­in frá lög­reglu­mönn­un­um sjálf­um, ekki lög­reglu­fé­lög­un­um.

Að sögn heim­ild­ar­manns­ins ætla marg­ir sér einnig að taka góðan tíma í að sinna út­köll­um.

„Lög­reglu­menn eru eins og út­spýtt hundskinn milli verk­efna vegna niður­skurðar og mann­fæðar. Það ger­ir það að verk­um að þeir eru hlaup­andi milli verk­efna, af­greiða þau á hlaup­um. Nú ætla menn að taka sér tíma í að af­greiða verk­efn­in, hver bíll er kannski upp­tek­inn í hálf­tíma til klukku­tíma, sem væri ef­laust eðli­leg af­greiðsla en vegna mann­fæðar og mála sem bíða fara menn í gegn­um mál­in á handa­hlaup­um. Nú ætla menn ein­fald­lega að veita þeim mun betri þjón­usta og vinna mál­in á þeim hraða sem ætti að vinna þau ef mann­skap­ur væri næg­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert