Laufskálaréttarballið var haldið í Reiðhölinni Svaðastöðum við Sauðárkrók í nótt. Talið er að um tvö þúsund manns hafi skemmt sér á ballinu.
Á bloggvef Þorgeirs Baldurssonar er haft eftir Eyþóri Jónssyni reiðhallarstjóra að þetta hafi verið eitt besta ball sem hann hafi verið á.
Í húsinu voru um 30 dyraverðir og lögreglan var einnig með fjölmenna vakt í kringum ballið en allt fór þar friðsamlega fram.