Atvinnuleysið er dýrt

Unnið við Kárahnjúkavirkjun.
Unnið við Kárahnjúkavirkjun. Steinunn Ásmundsdóttir

Hægt væri að bæta þjóðar­hag um 46 millj­arða króna á ári með því að út­rýma at­vinnu­leys­inu, að sögn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem efna í há­deg­inu til op­ins fund­ar í Silf­ur­bergi í Hörpu um  at­vinnu­mál­in.  Um 11 þúsund manns eru nú án at­vinnu á land­inu. At­vinnu­leysið kost­ar at­vinnu­lífið 20 millj­arða króna á ári, frá hrun­inu 2008 hafa verið greidd­ir 70-80 millj­arðar króna í bæt­ur gegn­um At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð.

 Frum­mæl­end­ur á fund­in­um verða Grím­ur Sæ­mundsen, vara­formaður SA, Kol­beinn Kol­beins­son, fram­kvæmda­stjóri Ístaks, Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, formaður SVÞ, Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, og Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA.

Vinnumálastofnun
Vinnu­mála­stofn­un mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert