Atvinnuleysið er dýrt

Unnið við Kárahnjúkavirkjun.
Unnið við Kárahnjúkavirkjun. Steinunn Ásmundsdóttir

Hægt væri að bæta þjóðarhag um 46 milljarða króna á ári með því að útrýma atvinnuleysinu, að sögn Samtaka atvinnulífsins sem efna í hádeginu til opins fundar í Silfurbergi í Hörpu um  atvinnumálin.  Um 11 þúsund manns eru nú án atvinnu á landinu. Atvinnuleysið kostar atvinnulífið 20 milljarða króna á ári, frá hruninu 2008 hafa verið greiddir 70-80 milljarðar króna í bætur gegnum Atvinnuleysistryggingasjóð.

 Frummælendur á fundinum verða Grímur Sæmundsen, varaformaður SA, Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks, Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert