Hægt að bæta þjóðarhag um 46 milljarða

Enn er mikið atvinnuleysi á Íslandi.
Enn er mikið atvinnuleysi á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hægt væri að bæta þjóðar­hag um 46 millj­arða króna á ári með því að út­rýma at­vinnu­leys­inu en um 11 þúsund manns eru án vinnu. At­vinnu­leysið kost­ar nú at­vinnu­lífið 20 millj­arða króna á ári en frá hruni hafa verið greidd­ir 70-80 millj­arðar króna í at­vinnu­leys­is­bæt­ur í gegn­um At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð.

Þetta kom fram á opn­um umræðufundi um at­vinnu­mál sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins stóðu fyr­ir í há­deg­inu. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var Ryðjum hindr­un­um úr vegi - at­vinnu­líf í upp­námi.

Í ág­úst spáði Seðlabanki Íslands 1,6% hag­vexti á Íslandi á næsta ári. Í síðustu viku var svo greint frá lækkaðri hag­vaxt­ar­spá AGS fyr­ir heims­bú­skap­inn sem mun hafa nei­kvæð áhrif hér á landi. Þetta þýðir að áfram verður mikið at­vinnu­leysi á Íslandi og lök lífs­kjör nema brugðist verði við, hindr­un­um rutt úr vegi og ný at­vinnu­sókn haf­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert