Hræddir við hvað geti gerst

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lög­reglu­fé­lag Suður­nesja hef­ur sent þing­mönn­um Suður­kjör­dæm­is opið bréf þar sem seg­ir að þeir „muni ekki taka órétt­látri niður­stöðu gerðardóms þegj­andi.“ Segj­ast lög­reglu­menn hafa fengið kald­ar kveðjur í niður­stöðu gerðardóms þar sem full­trúi rík­is­ins hafi ekki sýnt vilja til að kom­ast að sam­komu­lagi.

Þá seg­ir í bréf­inu:

„Þó svo að það sé grund­vall­ar­rétt­ur hverr­ar stétt­ar að sækja sér kjara­bæt­ur með
verka­falls­rétti að vopni njóta lög­reglu­menn ekki slíks rétt­ar, m.a. vegna
ör­ygg­is­sjón­ar­miða og eðlis starfs­ins. Nú er svo komið að lög­reglu­menn upp­lifa að þeir
eru á kross­göt­um þar sem þeim virðast vera all­ar bjarg­ir bannaðar til að sækja sér
löngu verðskuldaða kjara­leiðrétt­ingu. Við slík­ar aðstæður erum við hrædd við hvað
geti gerst í kjöl­farið. Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur sam­taka­mátt­ur lög­reglu­manna aldrei
verið sterk­ari og ljóst er að þeir muni ekki taka órétt­látri niður­stöðu gerðardóms
þegj­andi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert