Hræddir við hvað geti gerst

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglufélag Suðurnesja hefur sent þingmönnum Suðurkjördæmis opið bréf þar sem segir að þeir „muni ekki taka óréttlátri niðurstöðu gerðardóms þegjandi.“ Segjast lögreglumenn hafa fengið kaldar kveðjur í niðurstöðu gerðardóms þar sem fulltrúi ríkisins hafi ekki sýnt vilja til að komast að samkomulagi.

Þá segir í bréfinu:

„Þó svo að það sé grundvallarréttur hverrar stéttar að sækja sér kjarabætur með
verkafallsrétti að vopni njóta lögreglumenn ekki slíks réttar, m.a. vegna
öryggissjónarmiða og eðlis starfsins. Nú er svo komið að lögreglumenn upplifa að þeir
eru á krossgötum þar sem þeim virðast vera allar bjargir bannaðar til að sækja sér
löngu verðskuldaða kjaraleiðréttingu. Við slíkar aðstæður erum við hrædd við hvað
geti gerst í kjölfarið. Undanfarnar vikur hefur samtakamáttur lögreglumanna aldrei
verið sterkari og ljóst er að þeir muni ekki taka óréttlátri niðurstöðu gerðardóms
þegjandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert