Íhuga að fjölmenna suður

Lögreglan
Lögreglan mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglumenn í Lögreglufélagi Eyjafjarðar íhuga nú að fjölmenna suður til Reykjavíkur, laugardaginn 1. október nk. til þess að sýna samstöðu og standa saman í kjarabaráttunni sem lögreglumenn telja ekki lokið. Tillaga þess efnis var lögð fram á fjölmennum félagsfundi þeirra í dag. Tilefni fundarins var óánægja með niðurstöðu gerðardóms í kjaramálum lögreglumanna en á fundinum hafi verið farið yfir möguleg viðbrögð í kjölfar niðurstöðunnar.

„Menn töldu að ríkisvaldið hefði ekki staðið við sinn hluta af þeim samningum sem voru gerðir þegar að við afsöluðum okkur verkfallsrétti á sínum tíma,“ segir Jóhannes Sigfússon, varðstjóri, sem er félagi í Lögreglufélagi Eyjafjarðar. Menn vilji kjaraviðræður aftur.

Formenn aðildarfélaga Landssambands lögreglumanna ætli að hittast á skrifstofu landssambandsins á morgun til þess að stilla saman strengi sína og ákveða framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert