Óvitar á ferð í kirkjugarðinum

Aðkoman í kirkjugarðinum var ekki falleg.
Aðkoman í kirkjugarðinum var ekki falleg.

Komið hef­ur í ljós að þeir sem unnu skemmd­ir á leiðum í kirkju­g­arðinum í Borg­ar­nesi voru nokk­ur ung börn. Að sögn lög­reglu var um óvita­skap að ræða. Málið hef­ur verið til­kynnt til barna­vernd­ar­nefnd­ar.

Alls voru 29 leiði í garðinum skemmd. Kross­ar voru tekn­ir upp og leg­stein­um velt við. Að sögn lög­reglu er að stór­um hluta búið að lag­færa það sem skemmt var.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert