Komið hefur í ljós að þeir sem unnu skemmdir á leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi voru nokkur ung börn. Að sögn lögreglu var um óvitaskap að ræða. Málið hefur verið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Alls voru 29 leiði í garðinum skemmd. Krossar voru teknir upp og legsteinum velt við. Að sögn lögreglu er að stórum hluta búið að lagfæra það sem skemmt var.