Samstaða í utanríkismálanefnd um Palestínu

Abbas sýnir bréfið sem hann afhenti Ban Ki-Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu …
Abbas sýnir bréfið sem hann afhenti Ban Ki-Moon framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Reuters

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segist telja að allgóð samstaða sé í utanríkismálanefnd Alþingis að styðja umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum.

„Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur komið fyrir utanríkismálanefnd og lýst þeirri skoðun að Íslendingar muni styðja Palestínumenn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og ég tel að það sé nokkuð góður stuðningur við þá línu innan nefndarinnar,“ segir Árni Þór.

Abbas, forseti Palestínu, lagði formlega fram umsókn um aðild að Sameinuðu þjóðunum sl. föstudag. Búist er við að SÞ muni taka sér talsverðan tíma til að fjalla um umsóknina. Vonast er eftir að þegar að því kemur að greidd verði atkvæði um hana hafi formlegar friðarviðræður milli Palestínu og Ísraels hafist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert