Lögreglumenn á Suðurnesjum samþykktu einum rómi að segja sig úr óeirðasveit lögreglunnar á Suðurnesjum, í mótmælaskyni við nýlega niðurstöðu kjaradóms, á fjölmennum félagsfundi í dag.
Hjálmar Hallgrímsson hjá Lögreglufélagi Suðurnesja segir tuttugu og fjóra til tuttugu og sex lögreglumenn frá Suðurnesjum sinna starfi í óeirðasveit lögreglunnar á Suðurnesjum.
„Þeir segja allir upp vegna úrskurðar gerðardóms,“ segir Hjálmar þar sem óeirðasveitin hafi ekki fengið neinn hljómgrunn hjá ríkinu sem hafi ekki viljað ræða hana, líkt og litið væri á sveitina eins og venjulega löggæslu. Hjálmar segist ekki vita hvort aðrar óeirðasveitir á landinu hafi ákveðið aðgerðir í kjölfar niðurstöðunnar.
Óeirðasveitin kom lögreglunni í Reykjavík til aðstoðar í mótmælunum við Alþingi í Reykjavík dagana eftir þingsetningu í fyrra.