Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé ekkert annað en veðsetning framtíðarskatttekna ríkisins að láta hjúkrunarheimili taka lán hjá Íbúðalánasjóði gegn því að þau borgi það til baka í framtíðinni með framlagi í Framkvæmdasjóð aldraðra.
„Það er óheimilt enda gæti komið fjármálaráðherra á eftir þessum, sem er félagslega sinnaðri og þolir ekki nefskatta sem lesta fátækt fólk umfram ríka og vill afnema þennan óréttláta skatt. Þá er Steingrímur [J. Sigfússon, fjármálaráðherra,] búinn að setja hann að veði. Þetta gengur ekki upp vegna stjórnarskrárinnar,“ segir Pétur á Facebook-síðu sinni.
Facebook-síða Péturs H. Blöndals