22 sækja um starf borgarritara

22 sóttu um starf borgarritara, sem Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í september en umsóknarfrestur rann út í gær. Ráðgjafarfyrirtækið Capacent mun vinna úr umsóknunum.

Um er að ræða nýtt embætti, sem borgarráð samþykkti fyrr í þessum mánuði að stofna. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra en skrifstofustjóri borgarstjóra hefur gegnt því starfi. Borgarritari mun bera ábyrgð á miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar.

Embætti borgarritara á sér áratuga hefð í stjórnkerfi borgarinnar en það var lagt niður með samþykkt borgarráðs 13. nóvember 2007.

Umsækjendur eru: Andri Guðmundsson nemi, Ásgeir Eiríksson MBA, Ásgerður Jóna Flosadóttir MBA, Bjarni Daníelsson stjórnsýslufræðingur, Bjarni Þór Pétursson stjórnmálafræðingur, Bryndís Jónsdóttir, MA í mannauðsstjórnun, Eggert Guðmundsson byggingarfræðingur, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur,  Glúmur Baldvinsson, M.Sc í alþjóðasamskiptum, Guðrún Gísladóttir viðskiptafræðingur, Haukur Ísbjörn Jóhannsson nemi, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkur, Inga Guðrún Gestsdóttir viðskiptafræðingur, Ingibjörg Eðvaldsdóttir gæðafulltrúi, Kristinn Már Ársælsson félagsfræðingur, Magnús Ingi Erlingsson lögfræðingur, Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri, Pálmi Másson bæjarstjóri, Sigtryggur Jónsson framkvæmdastjóri, Sveinn Guðmundsson hrl., Valdimar Kúld Guðmundsson stjórnmálafræðingur og Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræðingur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert