35 hættir í óeirðarsveitum

Lögreglumenn verja bílageymslu þingmanna meðan þeir aka burt.
Lögreglumenn verja bílageymslu þingmanna meðan þeir aka burt. Ómar Óskarsson

Lögreglumenn á Suðurnesjum, í Eyjafirði, á Akranesi og í Borgarnesi hafa sagt sig úr óeirðarsveit lögreglunnar en alls eru þetta um 35 lögreglumenn. Er þetta gert í mótmælaskyni við niðurstöður gerðardóms um launakjör lögreglumanna.

Það voru lögreglumenn á Suðurnesjum sem riðu á vaðið í gær en í kjölfarið fylgdu níu meðlimir óeirðarsveitarinnar í Eyjafirði og átta meðlimir sveitarinnar á Akranesi og í Borgarnesi í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka