Enn skjálftar á Hellisheiði

Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í kvöld.
Töluverður fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Hellisheiði í kvöld. Kort/Veðurstofa Íslands

Tölu­verður fjöldi jarðskjálfta hef­ur mælst á Hell­is­heiði í kvöld, í grennd við Hell­is­heiðavirkj­un, að því er seg­ir á vefsvæði Veður­stofu Íslands. Slá má því föstu að þarna sé um að ræða skjálfta­virkni sök­um niður­dæl­ing­ar vatns. Flest­ir eru skjálft­arn­ir litl­ir, þeir stærstu um eða rétt yfir tveir að styrk.

Lang­flest­ir jarðskjálft­ar sem hafa mælst und­an­farn­ar vik­ur eiga upp­tök sín á Hell­is­heiði. Þar mæld­ust mörg hundruð skjálft­ar í síðustu viku sem urðu vegna niður­dæl­ing­ar á affalls­vatni við Hell­is­heiðar­virkj­un. Vatnið streym­ir um sprung­ur og mis­gengi í jörðinni og virk­ar eins og hvati á högg­un og hnik í jarðlög­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert