Hreyfingin styður fullveldi Palestínu

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Hreyfingin styður eindregið tillögu um að Ísland viðurkenni fullveldi Palestínu. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, sem á sæti í utanríkismálanefnd.

Birgitta segir sjálfsagt og eðlilegt að Palestínumenn fái að stofna eigið ríki og okkur beri að styðja baráttu þeirra með því að viðurkenna fullveldi Palestínu.

Birgitta hefur í mörg ár einnig barist fyrir því að Tíbetar fái að ráða sínum málum sjálfir. Hún segir að þar hafi síðustu vikur og mánuði átt sér stað skelfilegir hlutir. Tveir munkar hafi kveikt í sér til að mótmæla þvingunum Kínverja sem stjórna Tíbet og í kjölfarið hafi margir munkar verið handteknir og varpað í fangelsi.

Birgitta segir líka að meðferð á fólki sem reyni að flýja frá Tíbet sé hræðileg, en í hópi flóttamannanna séu mörg börn. Margir séu skotnir á landamærunum en aðrir þurfi að þola miklar raunir ef þeir yfirleitt lifi af þessa erfiðu ferð yfir fjöllin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert