Lýsa furðu á ummælum þingmanns

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar

Lands­sam­band lög­reglu­manna (LS)lýs­ir furðu sinni á um­mæl­um Ólínu Þor­varðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í garð lög­reglu­manna í Síðdeg­isút­varpi Rás­ar 2 í dag.

Ólína lagði þar til að liðsmenn björg­un­ar­sveita stæðu heiðursvörð um Alþingi við setn­ingu þess á laug­ar­dag, í stað lög­reglu­manna.

Í álykt­un sem LS sendi frá sér seg­ir að um­mæli Ólínu séu „til þess ætluð að skaða virðingu lög­reglu­manna og sett fram af þekk­ing­ar­leysi henn­ar á til­drög­um þess að lög­reglu­stjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu tók ákvörðun um að heiðursvörður lög­reglu­manna yrði ekki staðinn við þing­setn­ingu 1. októ­ber nk. Sú ákvörðun teng­ist kjara­bar­áttu lög­reglu­manna ekki á nokk­urn hátt og er sam­tök­um lög­reglu­manna al­ger­lega óviðkom­andi“.

Er Ólína hvött til þess að kynna sér staðreynd­ir máls­ins og biðja lög­reglu­menn af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert