Orðalag ályktunarinnar skiptir máli

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir miklu skipta hvaða orðalag sé notað í ályktun um að Ísland viðurkenni fullveldi Palestínu. Almennt sagðist hann hins vegar hlynntur fullveldi Palestínu.

„Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra nefndi þetta lauslega á fundi utanríkismálanefndar og ég tók vel í hugmyndina, en lagði áherslu á að útfærslan á þessu skipti miklu máli. Orðalag ályktunarinnar skiptir máli og eins hvort þetta ætti að vera á einhvern hátt skilyrt, til að mynda varðandi afstöðu þeirra stjórnvalda sem væri verið að viðurkenna til Ísraels og friðarumleitana. Almennt er ég hlynntur sjálfstæði Palestínu,“ sagði Sigmundur Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka