Ósáttur við gagnrýni FÍB

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Þorkell Þorkelsson

Guðjón Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF), er ósátt­ur við gagn­rýni Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) á viðhorfs­könn­un sem SFF lét vinna um trygg­ing­ar­svik hér á landi ný­verið, en þar kom fram að 14% aðspurða þekktu ein­hvern sem hafði fengið trygg­ing­ar­bæt­ur sem hann átti ekki rétt á síðustu 12 mánuðina. FÍB sagði SFF enn eina ferðina lögð í her­ferð til að saka stór­an hluta þjóðar­inn­ar um trygg­inga­svik. Kem­ur þetta fram í út­tekt sem FÍB vann um könn­un SFF.

„Þeir eru mjög stór­yrt­ir. Að fara fram með svona orðalagi er tæp­lega í þeim anda sem FÍB vill vinna eft­ir. Við hjá Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja höf­um lagt okk­ur í líma við að vinna þetta allt sam­an fag­lega og rétt. Það ættu að vera sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir FÍB og SFF að sporna við vá­trygg­ing­ar­svik­um," seg­ir Guðjón.

„Þetta er þriðja árið í röð sem við ger­um svona skoðana­könn­un. Við vor­um líka með ráðstefnu um miðjan sept­em­ber með fjór­um er­lend­um sér­fræðing­um, ásamt for­svars­mönn­um Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins og lög­regl­unn­ar. Þar kom það mjög af­drátt­ar­laust fram að þetta væri vanda­mál í Nor­egi og í þeim ríkj­um sem þeir þekktu til í. Fram­kvæmda­stjóra FÍB var boðið á ráðstefn­una en hann sá sér ekki fært að mæta."

SFF hef­ur ekki ná­kvæm­ar töl­ur um vá­trygg­ing­ar­svik hér á landi en miðað við reynslu annarra ríkja má ætla að þær nemi um 10%. FÍB gagn­rýn­ir þenn­an út­reikn­ing og niður­stöður viðhorfs­könn­un­ar­inn­ar. Guðjón seg­ir þess­ar niður­stöður hljóta að vera áhuga­verðar og það sé bara út­úr­snún­ing­ur hjá FÍB að gera lítið úr þeim. „Vá­trygg­ing­ar­svik, eins og önn­ur svik, eru vanda­mál sem bitn­ar verst á þeim sem síst skyldi. Þess­um lang­stærsta meiri­hluta sem ekki hag­ar sér svona. Því vilja menn ná ár­angri í því að sporna við slíkri hegðun og við erum að feta okk­ur áfram í að finna leiðir til að draga úr þess­um vá­gesti."

Könn­un SFF

Úttekt FÍB

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert