Samfylkingin eins og „meðvirkur maki“

Margrét Kristmannsdóttir á fundi SA í gær.
Margrét Kristmannsdóttir á fundi SA í gær. mbl.is/Eggert

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins í gær, að þörf væri á þjóðarsátt til að koma saman næstu fjárlögum sem yrði afar erfitt.

„Til þess þurfum við ríkisstjórn um þjóðarhag, ríkisstjórn með virkan þingmeirihluta sem býr ekki við hótanir einstakra stjórnarliða í hverju málinu á eftir öðru. Ef þessi ríkisstjórn á að eiga einhverja möguleika á því að sitja með sæmd út kjörtímabilið verður Samfylkingin að stíga niður fæti og neita að vera eins og meðvirkur maki í ofbeldishjónabandi.“

Ríkisstjórnin yrði að svara því sjálf með verkum sínum hvort stærsta hindrunin á vegi fjárfestinga væri hún sjálf. En SVÞ styddi eindregið umsókn um aðild að Evrópusambandinu og hvað sem um stjórnina mætti segja þá væri núverandi stjórnarmynstur sennilega það eina sem tryggði að umsóknarferlið yrði klárað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert