Samfylkingin eins og „meðvirkur maki“

Margrét Kristmannsdóttir á fundi SA í gær.
Margrét Kristmannsdóttir á fundi SA í gær. mbl.is/Eggert

Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, formaður SVÞ, sagði á fundi Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í gær, að þörf væri á þjóðarsátt til að koma sam­an næstu fjár­lög­um sem yrði afar erfitt.

„Til þess þurf­um við rík­is­stjórn um þjóðar­hag, rík­is­stjórn með virk­an þing­meiri­hluta sem býr ekki við hót­an­ir ein­stakra stjórn­ar­liða í hverju mál­inu á eft­ir öðru. Ef þessi rík­is­stjórn á að eiga ein­hverja mögu­leika á því að sitja með sæmd út kjör­tíma­bilið verður Sam­fylk­ing­in að stíga niður fæti og neita að vera eins og meðvirk­ur maki í of­beld­is­hjóna­bandi.“

Rík­is­stjórn­in yrði að svara því sjálf með verk­um sín­um hvort stærsta hindr­un­in á vegi fjár­fest­inga væri hún sjálf. En SVÞ styddi ein­dregið um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og hvað sem um stjórn­ina mætti segja þá væri nú­ver­andi stjórn­ar­mynst­ur senni­lega það eina sem tryggði að um­sókn­ar­ferlið yrði klárað.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert