Segja SFF þjófkenna þjóðina

FÍB segir SFF saka stóran hluta þjóðarinnar um tryggingasvik.
FÍB segir SFF saka stóran hluta þjóðarinnar um tryggingasvik. mbl.is

Fé­lag ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) gagn­rýn­ir harðlega viðhorfs­könn­un Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) um trygg­inga­svik þar sem kem­ur fram að 14% aðspurðra „þekkja ein­hvern“ sem fékk trygg­inga­bæt­ur sem hann átti ekki rétt á síðustu 12 mánuðina. FÍB seg­ir SFF enn eina ferðina lögð í her­ferð til að saka stór­an hluta þjóðar­inn­ar um trygg­inga­svik.

SFF full­yrða jafn­framt að miðað við reynslu er­lend­is séu um 10% greiddra trygg­inga­bóta hér á landi svikn­ar út. „Þetta full­yrða Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja þrátt fyr­ir að á ráðstefnu þeirra um trygg­inga­svik hinn 15. sept­em­ber síðastliðinn hafi komið fram að í fyrra hafi aðeins verið ákært hér á landi í fimm til­fell­um vegna trygg­inga­svika. [...] Vafa­lítið er tölu­vert um trygg­inga­svik sem ekki kom­ast upp. En hvað hafa SFF fyr­ir sér um að 10% af öll­um bóta­kröf­um séu til­raun til svika? Eini rök­stuðning­ur þess efn­is er að svona sé þetta „er­lend­is“. Þegar hins veg­ar er­lendu upp­lýs­ing­arn­ar á ráðstefnu SFF eru skoðaðar, þá er ekk­ert sem rök­styður þetta," seg­ir í út­tekt FÍB um málið.

„Þetta eru viðbrögð okk­ar við þess­um fundi Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og þess­ari niður­stöðu sem mátti lesa m.a í fjöl­miðlum í kjöl­farið sem byggðist ekki á nein­um vís­inda­leg­um gögn­um, bara ein­hverj­um hókus pókus vís­ind­um," seg­ir Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB.

„Skoðana­könn­un­in seg­ir í sjálfu sér voðal­ega lítið. Við gæt­um ör­ugg­lega farið í skoðana­könn­un og spurt al­menn­ing hvort hann þekkti til ein­hvers sem hefði framið skatta­laga­brot og ég hugsa að við gæt­um fengið 99% svör­un en það þýðir ekki að 99% þjóðar­inn­ar séu skattsvik­ar­ar. Með út­tekt okk­ar á átaki SFF erum við að vara við því að það sé verið að halda ein­hverju svona á lofti. Við ger­um eins og aðrir í sam­fé­lag­inu þær kröf­ur til svona virðulegra sam­taka að það séu viðhöfð vandaðri vinnu­brögð en ekki verið að hrópa úlf­ur úlf­ur án þess að hafa al­menni­leg rök fyr­ir því," seg­ir Run­ólf­ur.

Í út­tekt FÍB seg­ir að það virðist vera full ástæða til að Fjár­mála­eft­ir­litið taki þessi vinnu­brögð Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja til at­hug­un­ar. „Ég geri ráð fyr­ir að Fjár­mála­eft­ir­litið muni skoða þetta. Þar er sér­stakt vá­trygg­inga­svið og það fór ein­tak af út­tekt okk­ar þangað eins og annað," seg­ir Run­ólf­ur.

Úttekt FÍB

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert