Skapar hundruð starfa

Endurnýja þarf ísfisksflotann.
Endurnýja þarf ísfisksflotann.

Formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, LÍÚ, Ad­olf Guðmunds­son, seg­ir að ef aflétt yrði óviss­unni um sjáv­ar­út­veg­inn myndu fljót­lega skap­ast hundruð starfa í mörg­um at­vinnu­grein­um.

En fyr­ir­tæk­in haldi að sér hönd­um enda muni fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á kvóta­lög­um valda fjölda­gjaldþrot­um, verði þær að veru­leika.

„Lands­bank­inn met­ur það svo að það sé upp­söfnuð fjár­fest­ing­arþörf upp á 16 millj­arða í út­gerðinni, ég held að hún sé mun meiri,“ sagði Ad­olf á ráðstefnu um at­vinnu­mál í gær. „Ég get tekið dæmi. All­ur ís­fisk­flot­inn er kom­inn yfir 30 ár, hann er orðinn úr­elt­ur. Það þarf að end­ur­nýja þorra fiski­skipa­flot­ans. Þegar mest var vor­um við með um 65 skip, erum nú með um 25 hefðbund­in ís­fisk­skip og þau þarf öll að end­ur­nýja. Við erum þá að tala um 1,8-2,2 millj­arða í hefðbundnu ís­fisk­skipi.“

Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagði rík­is­stjórn­ina hvorki sýna vilja né getu til að efla at­vinnu­lífið og draga úr at­vinnu­leysi og ekki væri hægt að treysta orðum ráðamanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert