Skattbyrði hér með því mesta sem gerist

Fjölmenni var á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu.
Fjölmenni var á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu. mbl.is/Eggert

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, sagði að skatthlutfall í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hefði farið jafnt og þétt hækkandi síðustu hundrað árin.

Þegar bornar væru saman opinberar skatttekjur ríkja sem hlutfall af landsframleiðslu yrði að gæta að því að í langflestum Evrópulöndum væru lífeyriskerfi svonefnd gegnumstreymiskerfi, fjármögnuð með sérstökum sköttum en svo væri ekki hér. Hér væri notað að mestu uppsöfnunarkerfi sem kæmi ekki fram í opinberu útgjöldunum.

„Það vakti óverðskuldað litla athygli þegar skattasérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bentu á það í skýrslu í fyrravor að hlutfall skatta á Íslandi af landsframleiðslu, að viðbættum lögbundnum iðgjöldum í lífeyrissjóði, hefði verið það næsthæsta í heiminum árið 2004,“ sagði Hannes á fundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka