Útboð ekki mögulegt

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir, að ekki hafi verið mögu­legt að láta fara fram útboð vegna kaupa á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyr­ir lög­regl­una vegna neyðarástands sem skapaðist í kjöl­far efna­hags­hruns­ins á Íslandi.

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra birti til­kynn­ingu á vef sín­um nú um há­degið og seg­ist þar að sjálf­sögðu sam­mála Rík­is­end­ur­skoðun um að inn­kaup eigi að bjóða út eða leita til­boða í sam­ræmi við lög um op­in­ber inn­kaup.

„Hins­veg­ar skal at­hygli vak­in á því að inn­kaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyr­ir lög­regl­una voru skyndi­inn­kaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjöl­far efna­hags­hruns­ins á Íslandi og ómögu­legt að láta útboð fara fram und­ir þeim kringu­stæðum sem þá ríktu í þjóðfé­lag­inu. Rík­is­lög­reglu­stjóri ákvað að höfðu sam­ráði við dóms­málaráðherra að leita allra leiða til að afla nauðsyn­legs ör­ygg­is- og varn­ar­búnaðar fyr­ir lög­regl­una," seg­ir á vef embætt­is­ins.

Lög­regl­an brýt­ur lög

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert