Bankahrunið skapað af körlum

Michael Lewis.
Michael Lewis. mbl.is

„Eitt af einkennum hörmungana á Íslandi, og Wall Street, er hversu lítið konur höfðu að gera með þær." Svo ritar ameríski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Michael Lewis í nýrri bók sinni, Boomerang:Travels in the New Third World. Í henni tekur hann fjármálaheiminn fyrir og lýsir nýjustu og stærstu loftbólunum í honum um heim allan.

Lewis er höfundur bókanna Moneyball, The Blind Side og The Big Short og vakti athygli þegar hann heimsótti Ísland í desember 2008 og skrifaði grein um heimsókn sína í bandaríska tímaritið Vanity Fair undir fyrirsögninni: „Wall Street á túndrunni“. Lýsing hans á íslenska fjármálaævintýrinu og afleiðingum þess var ekki sérlega upplífgandi fyrir Íslendinga.

Ísland er honum enn hugleikið og í nýju bókinni kemur íslenska fjármálakerfið og bankahrunið oft við sögu. Lewis lýsir athugunum sínum á karlkyns-ráðandi fiskveiða- og fjármálakerfi Íslands. Hann segir efnahagshrunin á Íslandi og Írlandi eiga það sameiginlegt að vera sköpuð af karlmönnum sem hunsuðu ráðleggingar eiginkvenna sinna um að þeir ættu kannski að stoppa og spyrja til vegar.

Lewis lýsir uppruna efnahagshrunsins á Íslandi og segir að það megi meðal annars rekja til afnáms reglugerða og einkavæðingar stærstu bankanna. Hann segir hornsteina íslensks efnahagslífs hafi verið fiskveiðar og orka og spyr því hvernig og hvers vegna íslenskir fjárfestar, með enga reynslu í fjármálum, hafi fengið að taka út tugi milljarða dala í skammtímalán erlendis frá.

Að mati Lewis er efnahagslífið á Íslandi dæmi um hina fullkomnu lofbólu sem sprakk. Aðvörunarmerkin hafi verið til staðar en enginn hafi hlustað.

10 Economic Lessons From Michael Lewis' Boomerang

Wall Street á Túndrunni

Ísland indælt og áhugavert samfélag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert