Jóni boðið til Grimsby

Fjöldi fólks sótti nýliðna sjávarútvegssýningu, þar á meðal sendinefnd frá …
Fjöldi fólks sótti nýliðna sjávarútvegssýningu, þar á meðal sendinefnd frá Grimsby. mbl.is/Golli

Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi á Humber-svæðinu í Bretlandi eru afar ánægðir með kynnisferð, sem þeir fóru í hingað til lands. Er talið að Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra, verði boðið að opna  fiskmarkað formlega í Grimsby í byrjun næsta árs en miklar endurbætur hafa verið gerðar á markaðnum.

Á vefnum Fishupdate.com er haft eftir Wynne Griffiths, stjórnarformanni sjávarútvegsstofnunarinnar á Humbersvæðinu, að Íslandsferðin hafi tekist afar vel. Fram kemur að Jóni Bjarnasyni hafi verið boðið í heimsókn til Grimsby til að skoða markaðinn þar og hugsanlega taka þátt í opnunarathöfninni. 

Sendinefndin skoðaði sjávarútvegssýninguna í Kópavogi og átti fundi með íslenskum embættismönnum, þar á meðal Jóni og Stefáni Jóhannessyni, formanni íslensku samninganefndarinnar í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Frétt Fishupdate.com

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert