Kvíði áberandi hjá stúlkum í efri bekkjum grunnskóla

Kvíði er áberandi einkenni hjá stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla.
Kvíði er áberandi einkenni hjá stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla. Ásdís Ásgeirsdóttir

Starfs­hóp­ur á veg­um skóla- og frí­stund­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar legg­ur til að sett­ur verði á fót sér­stak­ur starfs­hóp­ur sem kanni sér­stak­lega líðan stúlkna í efri bekkj­um grunn­skóla. Áber­andi breyt­ing hjá stúlk­um frá 7. til 10. bekkj­ar er að meðal eldri stúlkna er meiri van­líðan. Á sama tíma er líðan drengja nán­ast óbreytt.

Í ný­legri skýrslu starfs­hóps­ins seg­ir að svo virðist sem upp­lif­un stúlkna á kennslu á ung­linga­stigi miðað við miðstig sé nei­kvæðari,en minni breyt­ing er á viðhorf­um drengja milli grunn­skóla­stiga. Og á meðan yf­ir­burðir stúlkna í nám­inu um­fram drengi aukast greini­lega milli grunn­skóla­stiga er áber­andi að líðan stúlkna versn­ar til muna miðað við drengi. Líðan drengja er nán­ast óbreytt og á sama tíma eykst sjálfs­álit drengja en minnk­ar hjá stúlk­um.

Þá er það þannig að fram­an af grunn­skóla­göngu eru strák­ar al­mennt lík­legri en stelp­ur til að líða illa í kennslu­stund­um, finn­ast námið of þungt og vilja hætta í skól­an­um. Stelp­ur hafa að jafnaði já­kvæðara viðhorf í garð skól­ans en strák­ar. Dæmið snýst hins veg­ar við í 10. bekk. Þá verða stelp­ur lík­legri en strák­ar til að finn­ast námið of þungt.

Kvíði er áber­andi ein­kenni hjá stúlk­um í efstu bekkj­um grunn­skóla. Að mati starfs­hóps­ins þarf að skoða það fræðilega og einnig hvort stúlk­ur séu ekki að fá grein­ing­ar nægi­lega snemma í sam­hengi við sér­staka þjón­ustu við börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert