Kvíði áberandi hjá stúlkum í efri bekkjum grunnskóla

Kvíði er áberandi einkenni hjá stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla.
Kvíði er áberandi einkenni hjá stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla. Ásdís Ásgeirsdóttir

Starfshópur á vegum skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar leggur til að settur verði á fót sérstakur starfshópur sem kanni sérstaklega líðan stúlkna í efri bekkjum grunnskóla. Áberandi breyting hjá stúlkum frá 7. til 10. bekkjar er að meðal eldri stúlkna er meiri vanlíðan. Á sama tíma er líðan drengja nánast óbreytt.

Í nýlegri skýrslu starfshópsins segir að svo virðist sem upplifun stúlkna á kennslu á unglingastigi miðað við miðstig sé neikvæðari,en minni breyting er á viðhorfum drengja milli grunnskólastiga. Og á meðan yfirburðir stúlkna í náminu umfram drengi aukast greinilega milli grunnskólastiga er áberandi að líðan stúlkna versnar til muna miðað við drengi. Líðan drengja er nánast óbreytt og á sama tíma eykst sjálfsálit drengja en minnkar hjá stúlkum.

Þá er það þannig að framan af grunnskólagöngu eru strákar almennt líklegri en stelpur til að líða illa í kennslustundum, finnast námið of þungt og vilja hætta í skólanum. Stelpur hafa að jafnaði jákvæðara viðhorf í garð skólans en strákar. Dæmið snýst hins vegar við í 10. bekk. Þá verða stelpur líklegri en strákar til að finnast námið of þungt.

Kvíði er áberandi einkenni hjá stúlkum í efstu bekkjum grunnskóla. Að mati starfshópsins þarf að skoða það fræðilega og einnig hvort stúlkur séu ekki að fá greiningar nægilega snemma í samhengi við sérstaka þjónustu við börn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert