Vaxandi ólga og reiði innan lögreglunnar

Öryggisskildir óeirðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu standa tilbúnir til notkunar ef …
Öryggisskildir óeirðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu standa tilbúnir til notkunar ef á þarf að halda. mbl.is/Júlíus

Stjórn og formenn svæðisdeilda Landssambands lögreglumanna (LL) funduðu til kl. hálftólf í gærkvöldi um kjaramál í kjölfar niðurstöðu gerðardóms. Um langan hitafund var að ræða þar sem lýst var yfir mikilli óánægju og reiði með niðurstöðu dómsins.

Niðurstaðan leiðrétti ekki þann mun sem væri á grunnlaunum lögreglumanna og þeirra viðmiðunarstétta sem lagt var upp með þegar verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn með lögum. Að sögn Snorra Magnússonar, formanns LL, munu svæðisdeildir sambandsins halda félagsfundi um allt land á föstudagskvöld til að ræða frekar stöðu mála og þá vaxandi reiði sem er innan raða lögreglumanna.

Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri segir lögreglustjóra venjulega ekki skipta sér af kjaradeilu lögreglumanna við fjármálaráðuneytið. „Hins vegar verð ég að segja alveg eins og er að mín samúð liggur lögreglumannamegin í þessari deilu.“

Lögreglumenn í umdæmum víðs vegar um landið ætla að segja sig úr óeirðasveitum lögreglunnar eða hafa þegar gert það vegna óánægju með launakjörin og niðurstöðu gerðardóms. Síðdegis í gær höfðu yfir 40 liðsmenn sveitanna sagt sig úr þeim.

Lögreglumenn fá ekki greitt sérstaklega fyrir verkefni óeirðasveita eða þjálfunina sem þeim fylgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka