Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.

„Ég ætla að kynna þær tölulegu upplýsingar sem ég er búinn að vinna í,“ segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Upplýsingarnar sem um ræðir snerta hugmynd að fjármögnun lífeyrissjóða til þyrlukaupa fyrir Landhelgisgæslu Íslands í formi skuldabréfs til tíu ára. Segir hann fjármögnun á tveimur þyrlum með þessum hætti mun hagstæðari kost en að taka eina þyrlu á leigu.

„Það sem kemur fram [í útreikningum] er að það er ekki mikið hærri upphæð að borga af skuldabréfi tveggja þyrlna til tíu ára en að leiga einnar á mánuði,“ segir Guðmundur og bætir við að útreikningar hans, sem birtir verða á blaðamannafundinum í dag, séu áreiðanlegir.

Að sögn hefur Guðmundur kynnt innanríkisráðuneyti útreikninga sína og segir hann allar hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert