Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar.

„Ég ætla að kynna þær tölu­legu upp­lýs­ing­ar sem ég er bú­inn að vinna í,“ seg­ir Guðmund­ur Þ. Ragn­ars­son, formaður Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna.

Upp­lýs­ing­arn­ar sem um ræðir snerta hug­mynd að fjár­mögn­un líf­eyr­is­sjóða til þyrlu­kaupa fyr­ir Land­helg­is­gæslu Íslands í formi skulda­bréfs til tíu ára. Seg­ir hann fjár­mögn­un á tveim­ur þyrl­um með þess­um hætti mun hag­stæðari kost en að taka eina þyrlu á leigu.

„Það sem kem­ur fram [í út­reikn­ing­um] er að það er ekki mikið hærri upp­hæð að borga af skulda­bréfi tveggja þyrlna til tíu ára en að leiga einn­ar á mánuði,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að út­reikn­ing­ar hans, sem birt­ir verða á blaðamanna­fund­in­um í dag, séu áreiðan­leg­ir.

Að sögn hef­ur Guðmund­ur kynnt inn­an­rík­is­ráðuneyti út­reikn­inga sína og seg­ir hann all­ar hug­mynd­ir um aðkomu líf­eyr­is­sjóða að þyrlu­kaup­um hafa fallið í grýtt­an jarðveg hjá ráðuneyt­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert