SA vísa orðum forsætisráðherra á bug

Samtök atvinnulífsins
Samtök atvinnulífsins

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins vísa orðum Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, og gagn­rýni frá því í gær á bug. Sam­tök­in segja það mis­skiln­ing ef for­sæt­is­ráðherra haldi að SA vilji rík­is­stjórn­inni eitt­hvað annað en allt hið besta. Þvert á móti hafi verið reynt að styðja stjórn­ina til góðra verka með ráðum og dáð.

„Það er ógæfa rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hún virðist hvorki geta né vilja fara að góðum ráðum jafn­vel þótt hún hafi sjálf ákveðið að þiggja þau,“ seg­ir í at­huga­semd sem birt er á vefsvæði sam­tak­anna. 

Meðal ann­ars er vísað í orð for­sæt­is­ráðherra sem birt­ust í Morg­un­blaðinu og eru á þá leið að sam­tök­in hafi gengið í lið með stjórn­ar­and­stöðunni og séu að reyna að koma rík­is­stjórn sinni frá völd­um. Einnig er vísað í orð ráðherr­ans um að sam­tök­in eigi að líta í eig­in barm áður en þau gagn­rýni rík­is­stjórn­ina fyr­ir aðgerðarleysi. Ríkið hafi gert mun meira en at­vinnu­lífið til að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins af stað.

„SA vinna að því að skapa fyr­ir­tækj­um lands­ins sem best starfs­skil­yrði. Frá haust­inu 2008 hafa all­ar til­lög­ur SA miðast við að koma at­vinnu­líf­inu af stað, efla hag­vöxt og auka fram­kvæmd­ir í land­inu,“ seg­ir í at­huga­semd SA og þrátt fyr­ir fög­ur fyr­ir­heit rík­is­valds­ins sé allt í hæga­gangi á Íslandi. „Áætl­un­in sem átti að liggja fyr­ir í maí um hag­vöxt og fjár­fest­ing­ar er enn ekki kom­in fram. Stór­ar fjár­fest­ing­ar í orku- og iðnaðar­verk­efn­um drag­ast. Litl­ar sem eng­ar fjár­fest­ing­ar eru í sjáv­ar­út­vegi vegna þeirr­ar óvissu sem stjórn­mála­menn hafa skapað og það hef­ur áhrif í öðrum at­vinnu­grein­um, ekki síst á lands­byggðinni.“

Þá seg­ir að all­ir þeir sem fylgst hafi með sam­skipt­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins við rík­is­stjórn­ina viti að sam­tök­in hafa flutt ít­ar­leg­ar til­lög­ur um hvernig skapa megi þannig aðstæður að störf­um fjölgi, skatt­tekj­ur auk­ist og lífs­kjör batni. Það er at­vinnu­lífið sem skap­ar störf­in en stjórn­völd ákveða ramm­ann sem fyr­ir­tæk­in starfa inn­an. „Því miður hef­ur rík­is­stjórn­in ekki borið gæfu til að fylgja eft­ir eig­in yf­ir­lýs­ing­um og holl­ráðum Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert