Búvörur hækkað minna en aðrar neysluvörur

Bænda­sam­tök­in segja að á síðustu árum hafi inn­lend­ar bú­vör­ur hækkað minna í verði en aðrar neyslu­vör­ur. Því sé ekki við bænd­ur að sak­ast þegar skýr­inga sé leitað á verðhækk­un­um á mat­vör­um.

Í til­kynn­ingu frá Bænda­sam­tök­un­um er mál­flutn­ingi Gylfa Arn­björns­son­ar, for­seta Alþýðusam­bands­ins, mót­mælt harðlega en Gylfi sagðist í viðtali við RÚV í gær telja að skýr­inga á auk­inni verðbólgu væri að leita í verðhækk­un­um á ís­lensk­um bú­vör­um und­an­farna mánuði og að bænd­ur væru að taka meira til sín í skjóli ein­ok­un­ar.

Seg­ir m.a. í til­kynn­ingu Bænda­sam­tak­anna að frá árs­byrj­un 2007 hafi inn­flutt­ur mat­ur hækkað um 60,2% en ís­lensk búvara aðeins um 32%. Al­mennt verðlag í land­inu hafi hækkað um 43% frá árs­byrj­un 2007.

Þá seg­ir að til að finna skýr­ing­ar á hækkuðu bú­vöru­verði megi minna á, að í ný­gerðum kjara­samn­ing­um hafi laun þeirra tekju­lægstu lækkað mest. Stór hluti starfs­manna afurðastöðva sé því miður í þeim hópi og því snerti launa­hækk­an­ir í ný­gerðum kjara­samn­ing­um ASÍ þessi fyr­ir­tæki óneit­an­lega.

„Spurn­ing er hvar fyr­ir­tæk­in áttu að taka þá hækk­un ann­ars staðar en að velta þeim út í verðlagið?" spyrja Bænda­sam­tök­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert