Ekki hægt að byggja á frumvarpinu

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd alþing­is segja í grein­ar­gerð sinni vegna frum­varps til laga um heild­ar­end­ur­skoðun á fisk­veiðistjórn­ar­lög­un­um að frum­varpið geti ekki orðið grund­völl­ur breyt­inga á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu.

Vilja þing­menn­irn­ir, þeir Ein­ar K. Guðfinns­son og Jón Gunn­ars­son, byggja á niður­stöðu end­ur­skoðun­ar­nefnd­ar um fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfið.

Þeir Ein­ar og Jón segj­ast m.a. telja að setja eigi ákvæði í stjórn­ar­skrá, þar sem  þær nátt­úru­auðlind­ir sem nú eru tald­ar í þjóðar­eign, þ.m.t. fiski­stofn­ar í ís­lenskri lög­sögu verði lýst­ar þjóðar­eign, eft­ir því  sem nán­ar er kveðið á um í lög­um.

Veita megi ein­stak­ling­um og lögaðilum heim­ild til af­nota á þess­um nátt­úru­auðlind­um, gegn gjaldi sem renni í rík­is­sjóð. Slík af­nota­heim­ild njóti vernd­ar sem óbein eign­ar­rétt­indi.

Þá verði gerðir nýt­ing­ar­samn­ing­ar við nú­ver­andi fisk­veiðirétt­ar­hafa. Samn­ings­tími taki mið af öðrum nýt­ing­ar­rétt­ar­samn­ing­um, sem til dæm­is verða gerðir við þá er nýta orku í eigu rík­is­ins. Tryggt verði að tíma­lengd­in stuðli að lang­tíma­hugs­un og arðbærri fjár­fest­ingu í sjáv­ar­út­vegi, en dragi ekki úr henni eins og til­lög­ur frum­varps­ins gera svo ómót­mæl­an­legt er. Í samn­ing­un­um verði að finna skýr end­ur­nýj­un­ar­á­kvæði. Fyr­ir af­nota­rétt­inn komi gjald er renni til rík­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert