Ekki hlustað á réttmætar kröfur lögreglumanna

Stefán Eiríksson.
Stefán Eiríksson. mbl.is/Ómar

„Það hefur verið haldið utan um þetta í um tíu ár, menn verið þjálfaðir sérstaklega til þessa verkefnis,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um óeirðasveitina sem lögreglumenn hafa sagt sig frá.

„Keyptur hefur verið sérstakur búnaður til þess að menn geti sinnt því af miklu öryggi. Það er í rauninni öll sú vinna sem verið er að setja í uppnám með þessu og menn hafa eðlilega áhyggjur af því.“

-En hvað gerist ef átök verða við þingsetningu?

„Eins og bæði formaður Landssambands lögreglumanna og fleiri hafa sagt munu lögreglumenn hér eftir sem hingað til sinna sínum skyldum, um það er enginn efi í mínum huga. En ég hef fullan skilning á og samúð með kröfum og sjónarmiðum lögreglumanna í þessu máli, tel að það hafi verið komið illa fram við þá í kjaramálum og ekki hlustað á réttmætar og hóflegar kröfur þeirra. Mér þykir þetta merkilegt þegar við horfum á það hvernig var tekið á leikskólakennurum og hvernig fjármálaráðherra talaði til starfsmanna stjórnarráðsins, þar sem settar voru fram kröfur sem voru algerlega sambærilegar við kröfur lögreglumanna, að þeir dragist ekki aftur úr viðmiðunarstéttum,“ segir Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert