Erfiðleikar ESB tímabundnir

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að hún teldi að skuldakreppan í Evrópusambandinu væri tímabundinn vandi sem ætti ekki að hafa nein áhrif á aðildarumsókn Íslendinga.

Jóhanna sagði að það væri hennar bjargfasta skoðun að Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið til að tryggja hér stöðugleika, lækka matvælaverð og vexti.  

Hún sagðist ekki óttast að Evrópusambandsríkin myndu ekki leysa þann vanda, sem  nokkur ríki ættu við að stríða.

„Það sem Íslendingar verða að muna er að við erum í skjóli vegna þess að við erum búin að taka á okkar skuldavanda," sagði Jóhanna. Hún sagði að Íslendingar væru einnig í skjóli af gjaldeyrishöftum sem unnið væri að því að aflétta en þjóðin hefði tekið á skuldavanda og ríkisfjármálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert