Erfiðleikar ESB tímabundnir

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld að hún teldi að skuldakrepp­an í Evr­ópu­sam­band­inu væri tíma­bund­inn vandi sem ætti ekki að hafa nein áhrif á aðild­ar­um­sókn Íslend­inga.

Jó­hanna sagði að það væri henn­ar bjarg­fasta skoðun að Íslend­ing­ar ættu að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að tryggja hér stöðug­leika, lækka mat­væla­verð og vexti.  

Hún sagðist ekki ótt­ast að Evr­ópu­sam­bands­rík­in myndu ekki leysa þann vanda, sem  nokk­ur ríki ættu við að stríða.

„Það sem Íslend­ing­ar verða að muna er að við erum í skjóli vegna þess að við erum búin að taka á okk­ar skulda­vanda," sagði Jó­hanna. Hún sagði að Íslend­ing­ar væru einnig í skjóli af gjald­eyr­is­höft­um sem unnið væri að því að aflétta en þjóðin hefði tekið á skulda­vanda og rík­is­fjár­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert