Fjölga hvalir fiskum?

Fjölgun hvala gæti hleypt auknu lífi í höf jarðar, að …
Fjölgun hvala gæti hleypt auknu lífi í höf jarðar, að mati vísindamanna sem rannsakað hafa suðurhöf. mbl.is/Árni Torfason

Fjölgun hvala og annarra stórra sjávarspendýra gæti leitt til stækkunar fiskistofna, að mati vísindamanna sem rannsakað hafa vistkerfi suðurhafa. Þetta gengur þvert á þá skoðun að fjölgun hvala valdi fækkun fiska. Ýmislegt bendir til þess að stórir hvalastofnar stuðli að grósku í plöntusvifi úthafanna og auki þannig heildarmagn lífs í hafinu.

Örnólfur Thorlacius, fyrrverandi rektor, ritar grein sem birtist í nýútkomnu tölublaði Sjómannablaðsins Víkings. Greinin heitir „Megum við missa hvalina úr fæðukeðjunni?“ Hann rekur þar rannsóknir á vistkerfi suðurhafa sem gerðar hafa verið við stofnun í Tasmaníu, Australian Antarctic Division. Fræðimenn á hennar vegum hafa birt greinar í vísindaritum um hlutverk hvala í vistkerfi hafsins. Steve Nicol, einn af forystumönnum hópsins, birti samantekt í enska ritinu New Scientist í júlí í sumar og byggir Örnólfur grein sína einkum á henni.

Hann bendir á að mikið meira hafi verið af hval í höfunum frá ómunatíð og þar til menn náðu tökum á tækni við hvalveiðar. Samkvæmt rökum hvalveiðisinna mætti því ætla að höfin væru nú iðandi af svifi sem stæði undir vænum stofnum fiska og annarra dýra, en því sé öfugt farið.

„Þetta eru athyglisverðar rannsóknir,“ sagði Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann tók fram að hann hefði ekki lesið frumheimildir um rannsóknirnar. Eins og Örnólfur taki fram þá séu rannsóknirnar á frumstigi.

Gísli segir að hafa beri í huga að þessir útreikningar miðist við hafið kringum Suðurskautslandið og ekki sé hægt að yfirfæra þá á norðurhvel.

mbl.is/Bæjarins besta
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert