Grunaður um að hafa nauðgað samfanga

Klefi í fangelsinu á Akureyri.
Klefi í fangelsinu á Akureyri.

Fangi, sem hefur setið í fangelsi í nokkur ár, er grunaður um að hafa nauðgað samfanga sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni, að því er kom fram í fréttum Sjónvarpsins.

Maðurinn var á sínum tíma dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Sagði Sjónvarpið, að maðurinn væri  grunaður um að hafa byrlað samfanga sínum ólyfjan og komið fram vilja sínum. Hann  hefur tvívegis verið sakaður um að hafa nauðgað samföngum sínum. 

Fanginn dvelur nú í fangelsinu á Akureyri en hann var fluttur þangað fimm mánuðum eftir að grunurinn um nauðgunina vaknaði. Það fangelsi er ekki hugsað sem langtímaúrræði fyrir fanga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka