Kosningar ekki heppilegar nú

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í kvöld að hún teldi ekki að þjóðin ætti að fara út í þing­kosn­ing­ar nú þótt fylgi við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú lítið.

„Leyfið okk­ur að kjósa," sagði kona að nafni Ásdís Ólafs­dótt­ir, sem hringdi í Kast­ljós og vísaði til þess að stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú aðeins um 25%.

„Við erum í mikl­um erfiðleik­um núna. Rík­is­stjórn­in mæl­ist ekki mjög hátt og það er auðvitað ekki hægt að ætl­ast til þess; við erum í það mikl­um hrein­gern­ing­um eft­ir þetta hrun sem varð. En er stjórn­ar­andstaðan ein­hver val­kost­ur? Hún mæl­ist með minna í skoðana­könn­un­um en við.

Ég segi: Ég held að þjóðin eigi ekki að fara út í kosn­ing­ar núna í augna­blik­inu. Við erum að klára þess­ar hrein­gern­ing­ar, við erum að vinna okk­ur út úr vand­an­um," sagði Jó­hanna.

Sig­mar Guðmunds­son, rit­stjóri Kast­ljóss, spurði Jó­hönnu hvort þetta van­traust, bæði á stjórn og stjórn­ar­and­stöðu, þýddi ekki að boða ætti til nýrra kosn­inga til að hleypa nýj­um stjórn­mála­öfl­um að fyrst þau sem fyr­ir væru næðu ekki til fólks­ins.

Jó­hanna svaraði að mik­il end­ur­nýj­un hefði orðið í þing­kosn­ing­un­um 2009 og 30 nýir þing­menn sett­ust á Alþingi. Nú væru að fæðast ný stjórn­mála­öfl vegna óánægj­unn­ar í þjóðfé­lag­inu og um­hverfið væri mjög erfitt og þungt.

„En það sem mér finnst vanta er að þjóðin nái sam­stöðu og horfi bjart­sýn á að við erum að ná okk­ur upp úr þess­um erfiðleik­um, sem við vor­um í, á met­hraða, tveim­ur til þrem­ur árum, sem er­lend­ir hag­fræðing­ar segja að sé al­gert met," sagði Jó­hanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert