Fréttaskýring: Launin hífð upp með yfirvinnu og álagi

Lög­reglu­menn hafa lengi bar­ist ár­ang­urs­laust fyr­ir veru­legri hækk­un grunn­launa sinna. Árið 2008 voru samn­ing­ar fram­lengd­ir með krónu­tölu­hækk­un launa og ári síðar kol­felldu lög­reglu­menn samn­inga með yfir 90% greiddra at­kvæða. Það leiddi til þess að gerðardóm­ur var skipaður sem kvað upp úr­sk­urð um laun lög­reglu­manna.

Með gerðardómn­um sl. föstu­dag voru lög­reglu­mönn­um færðar sam­bæri­leg­ar hækk­an­ir og sam­ist hef­ur um við aðra á umliðnum mánuðum. Enn á ný var upp­stokk­un á launa­kerf­inu frestað.

283 þús. kr. dag­vinnu­laun

Skv. launa­yf­ir­liti fjár­málaráðuneyt­is­ins voru dag­vinnu­laun lög­reglu­manna að meðaltali 283.678 kr. á mánuði í fyrra. Þetta eru nokkru lægri dag­vinnu­laun en t.a.m. toll­v­arða, sem lög­reglu­menn bera sig gjarn­an sam­an við en þau voru 285.777 kr. Meðaldag­vinnu­laun í BSRB voru 254.036 kr. Hlut­ur dag­vinnu­launa lög­reglu­manna hef­ur minnkað á umliðnum árum í sam­an­b­urði við ýms­ar aðrar stétt­ir Heild­ar­laun lög­reglu­manna voru hins veg­ar að meðaltali 512.788 kr. í fyrra. Sam­an­b­urður á meðaltali heild­ar­launa á milli starfs­stétta er mjög vandmeðfar­inn og get­ur verið vill­andi.

For­svars­menn Lands­sam­bands lög­reglu­manna benda á að ef bera eigi sam­an heild­ar­laun lög­reglu­manna við aðrar starfs­stétt­ir verði að meta þann fjölda vinnu­stunda sem býr að baki. Laun lög­reglu­manna séu að stór­um hluta vegna yf­ir­vinnu og álags­greiðslna, enda vinna lög­reglu­menn sól­ar­hrings­vakt­ir.

Á yf­ir­liti fjár­málaráðuneyt­is­ins má sjá að yf­ir­vinnu­laun lög­reglu­manna voru að meðaltali rúm­ar 109 þús. kr. á mánuði í fyrra og vakta­álagið tæp­ar 60 þúsund kr. Sé litið er á kynja­skipt­ing­una kem­ur í ljós að heild­ar­laun lög­reglu­kvenna voru að meðaltali 445 þús. kr. á mánuði en meðal­heild­ar­laun karl­anna voru rúm­lega 521 þús. kr.

,,Þarna er um að ræða álags­greiðslur vegna sól­ar­hrings­vakta og bakvakta og yf­ir­vinnu,“ seg­ir Aðal­berg­ur Sveins­son, formaður Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur. „Við vilj­um sjá grunn­laun sem eru mann­sæm­andi og eðli­leg.“ omfr@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert