Lögreglumenn safnast saman

Á annað hundrað lögreglumenn eru nú í portinu við lögreglustöðina.
Á annað hundrað lögreglumenn eru nú í portinu við lögreglustöðina. Júlíus Sigurjónsson

Á annað hundrað lögreglumanna hafa nú safnast saman í portinu fyrir aftan lögreglustöðina á Hverfisgötu og hópurinn fer stækkandi. Í hópnum eru lögreglumenn frá Suðurnesjum, Blönduósi og víðar af landinu. Hefst kröfuganga lögreglumanna að fjármálaráðuneytinu innan skamms en þeir ætla að mótmæla niðurstöðu gerðardóms og vekja athygli á kröfum sínum um sams konar kjarabætur og viðmiðunarstéttir þeirra hafa fengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka