Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, seg­ist aldrei hafa   lent í jafn óheiðarleg­um og ósann­gjörn­um róg­b­urði af hálfu nokk­urs manns og Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur, alþing­is­manns.

Gylfi seg­ir á vef ASÍ, að Vig­dís hafi þráfald­lega og rang­lega haldið því á lofti að henni hafi verið sagt upp störf­um þegar hún ákvað að leiða lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykjar­vík­ur­kjör­dæmi suður fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009, síðast í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Í grein­inni seg­ir Vig­dís, að all­ir viti um langvar­andi tengsl ASÍ og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þegar ég fór í fram­boð fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Reykja­vík var mér um­svifa­laust sagt upp störf­um sem lög­fræðing­ur ASÍ eft­ir 5 mánaða störf hjá sam­tök­un­um. Ástæðan – jú hags­muna­árekstr­ar við stefnu ASÍ," skrif­ar Vig­dís.

„Ég verð að viður­kenna að ég hef ekki áður lent í jafn óheiðarleg­um og ósann­gjörn­um róg­b­urði af hálfu nokk­urs manns," skrif­ar Gylfi á vef ASÍ. Ég tel mig ekki hafa gert neitt annað en að koma fram við Vig­dísi Hauks­dótt­ur af vin­semd og virðingu. Eins og ég hef áður vikið að, hafði ég frum­kvæði að því að fá Vig­dísi til starfa haustið 2008 og gekk ég svo langt að gefa ekki öðrum tæki­færi á að kynna sig eða sín störf. Auðvitað vissi ég og for­ysta ASÍ af því að Vig­dís var virk í starfi Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Nokkr­um mánuðum eft­ir að Vig­dís kom til starfa stóð henni til boða að sækja nám­skeið til lög­manns­rétt­inda og fékk náms­leyfi til að hún gæti öðlast þau. Það leyfi var launað þó hún hefði ekki áunnið sér rétt til þess. Það var í þessu launaða leyfi sem Vig­dís vann að því að und­ir­búa sína póli­tísku framtíð. Þegar hún hafði landað odd­vita­sæt­inu í öðru Reykjar­vík­ur kjör­dæm­anna óskaði hún sjálf eft­ir því að fá að láta af störf­um þegar í stað  og án þess að bera nokkr­ar skyld­ur gagn­vart þeim sam­tök­um sem höfðu nokkr­um mánuðum áður ráðið hana í vinnu. Var það samþykkt og henni óskað velfarnaðar í því starfi, sem hún hafði valið sér.

Öðrum dylgj­um og róg­b­urði um störf mín og þau sam­tök sem ég er í for­ystu fyr­ir hirði ég ekki að svara. Mál­flutn­ing­ur Vig­dís­ar í þeim efn­um er í fullu sam­ræmi við þann ótrú­verðuga stíl sem hún hef­ur valið sér í op­in­ber­um mál­flutn­ingi og er ekki svara verður," seg­ir Gylfi á vef ASÍ.

Vef­ur Alþýðusam­bands Íslands

Vigdís Hauksdóttir.
Vig­dís Hauks­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert