Prófa nýja Boeing-þotu hér

Nýja Boeing-breiðþotan sem tekur 467 manns í sæti.
Nýja Boeing-breiðþotan sem tekur 467 manns í sæti.

Ný flug­vél frá banda­rísku Boeing-verk­smiðjun­um, Boeing 747-8, lenti í kvöld í Kefla­vík og er ætl­un­in að prófa hana í hliðar­vindi í ís­lensku roki næstu daga, að sögn tals­manns IGS sem ann­ast þjón­ustu fyr­ir flug­menn­ina. Vél­in minn­ir í út­liti mjög á upp­runa­legu 747-breiðþot­una sem orðin er um 40 ára göm­ul.

 Þotan er um 76 metr­ar að lengd og væng­hafið 68,5 metr­ar. Um er að ræða stærstu farþegaþotu sem Boeing hef­ur smíðað, hún mun taka 467 manns í sæti en í fyrstu verður aðeins boðið upp á fragt­flugs-út­gáfu. Öll hönn­un­in er ný og notuð marg­vís­leg tækni sem einnig er fyr­ir hendi í Dreaml­iner-þot­unni nýju.  Fyr­ir­tækið heit­ir þvi að þotan noti minna eldsneyti, mengi minna og valdi minni hávaða en aðrar breiðþotur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert