Heimabakstur og sala beint til neytenda verði lögleg

Heimabakað góðgæti á kökubasar.
Heimabakað góðgæti á kökubasar.

Frumvarp er á lokametrunum í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um breytingar á matvælalögum þannig að hægt verði að framleiða matvæli í heimahúsum og selja beint til neytenda við ákveðnar aðstæður.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að talsverð umræða hafi skapast í þjóðfélaginu fyrr á þessu ári í kjölfar þess að heilbrigðisfulltrúar komu í veg fyrir í að minnsta kosti tveimur tilfellum að hægt væri að selja heimabakstur vegna góðgerðamála á þeim forsendum að baksturinn yrði að fara fram í vottuðum eldhúsum sem ekki ætti við um venjuleg heimiliseldhús.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka