Skuldir lækkuðu um 23 milljarða

Lands­bank­inn seg­ir, að skulda­lækk­un, sem bank­inn kynnti í maí, hafi snert nærri 60 þúsund viðskipta­vini bank­ans. Alls hafi skuld­ir viðskipta­vina bank­ans lækkað um 23,1 millj­arð króna vegna þess­ara aðgerða.

Skulda­lækk­un­in fólst í lækk­un fast­eigna­skulda með aðlagaðri 110% leið þar sem miðað var við fast­eigna­mat í stað verðmats áður. Þá end­ur­greiðir bank­inn skil­vís­um viðskipta­vin­um 20% af þeim vöxt­um sem þeir  greiddu frá 1. janú­ar 2009 til  30. apríl 2011. Loks eru skuld­ir um­fram greiðslu­getu lækkaðar, t.d. yf­ir­drátt­ur, skulda­bréfalán og lánsveð. Sú lækk­un get­ur numið 8 millj­ón­um króna hjá hjón­um, en 4 millj­ón­um króna hjá ein­stak­ling­um.

Í til­kynn­ingu frá Lands­bank­an­um seg­ir, að meg­in­mark­mið bank­ans á þessu árið hafi verið að hraða upp­gjöri skulda­mála heim­il­anna. Að mati for­svars­manna bank­ans hafi þær leiðir, sem voru í boði, of taf­sam­ar og flókn­ar og því var öll vinna við úr­vinnslu skulda­mála ein­földuð og henni hraðað með sjálf­virk­um keyrsl­um úr  gagna­grunn­um.

Þetta hafi m.a. skilað því að þó aðeins 2000 manns hafi sótt um svo­nefnda 110% leið verði skuld­ir rúm­lega 3500 lækkaðar til sam­ræm­is við niður­stöðu leit­ar í gagna­grunn­um bank­ans.

Vef­ur Lands­bank­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert