Sýknaður af árásarákæru

mbl.is/GSH

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað 24 ára gaml­an karl­mann, Óðin Frey Val­geirs­son, af ákæru fyr­ir árás á 16 ára gamla stúlku í Laug­ar­dal í Reykja­vík síðasta haust. Fjöl­skipaður héraðsdóm­ur dæmdi mann­inn í 3 ára fang­elsi fyrr á ár­inu.

Maður­inn var ákærður fyr­ir að hafa ráðist með of­beldi á stúlk­una þar sem hún var á gangi á göngu­stíg í Laug­ar­dal í októ­ber 2010, slá hana ít­rekað með hörðu áhaldi í höfuð og taka hana hálstaki og þrengja að þar til hún missti meðvit­und. Stúlk­an fékk marg­vís­lega áverka.

Maður­inn var hand­tek­inn mánuði síðar og játaði fyrst árás­ina en dró játn­ing­una síðan til baka og sagðist hafa  verið bú­inn að nota mikið af áfengi, am­feta­míni og rítalíni og því ekki verið með réttu ráði þegar hann var yf­ir­heyrður í fyrra sinnið. 

Meiri­hluti fjöl­skipaðs héraðsdóms mat það svo að ekki væri vé­fengt með skyn­sam­leg­um rök­um að maður­inn væri sek­ur. Einn dóm­ari skilaði hins veg­ar séráliti og vildi sýkna mann­inn þar sem hann taldi veru­leg­an vafa leika á því að játn­ing manns­ins í lög­reglu­yf­ir­heyrslu 11. nóv­em­ber hefði verið rétt.

Ágall­ar á rann­sókn

Hæstirétt­ur seg­ir í dómi sín­um í dag að ágall­ar á skýrslu­tök­um lög­reglu af syst­ur manns­ins séu þess eðlis að ekki yrði litið til skýrsln­anna við úr­lausn máls­ins. Syst­ir­in hafi hvorki verið upp­lýst með full­nægj­andi hætti um rétt­ar­stöðu sína sem vitn­is né um það hverj­ir myndu fá aðgang að upp­tök­um af skýrslu­tök­un­um.

Einnig var fundið að því að ekki hefði farið fram rann­sókn á erfðaefni á blóðsýn­um sem tek­in voru á vett­vangi árás­ar­inn­ar, mynd­ir af áverk­um stúlk­unn­ar hefðu ekki verið í gögn­um máls­ins og að skort hefði grein­argóðar lýs­ing­ar á hæð og út­liti manns­ins og stúlk­unn­ar.

Skýrsla manns­ins hjá lög­reglu þótti hafa verið óljós og rugl­ings­leg og ekki nema að hluta í sam­ræmi við annað sem fyr­ir lá í mál­inu. Því taldi Hæstirétt­ur að ekki væri hægt að reisa sak­fell­ingu á henni einni.

Þá seg­ir Hæstirétt­ur að þótt framb­urður vitna kynni að styðja að maður­inn hefði ráðist að stúlk­unni nægði sá framb­urður einn og sér ekki til sak­fell­is gegn ein­dreg­inni neit­un manns­ins fyr­ir dómi. Einnig yrði að líta til þess að við rann­sókn á vett­vangi og fatnaði manns­ins hefði ekk­ert komið fram um að hann hefði framið það brot sem hann var ákærður fyr­ir.

Í gæslu­v­arðhaldi í 8 mánuði

Óðinn Freyr sat í gæslu­v­arðhaldi frá því í nóv­em­ber á síðasta ári þar til í byrj­un júlí á þessu ári en þá hafnaði Hæstirétt­ur kröfu rík­is­sak­sókn­ara um að fram­lengja gæslu­v­arðhaldið.

Héraðsdóm­ur hafði þá sak­fellt Óðin Frey fyr­ir árás­ar­ákær­una og krafðist rík­is­sak­sókn­ari áfram­hald­andi gæslu­v­arðhalds á grund­velli al­manna­hags­muna, eða  þar til dóm­ur Hæsta­rétt­ar félli.

Hæstirétt­ur taldi hins veg­ar að skil­yrðum fyr­ir gæslu­v­arðhaldsvist væri ekki leng­ur full­nægt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert