Vilja breytingar á kvótafrumvarpi

Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsfrumvarpið verði lagt fram að …
Gert er ráð fyrir að sjávarútvegsfrumvarpið verði lagt fram að nýju á þinginu sem sett verður á laugardag. mbl.is/Eggert

Þær Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir, formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, hafa sent Jóni Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra greinargerð um hvaða breytingar þær telja nauðsynlegt að gera á frumvarpi um stjórn fiskveiða áður en það verður lagt farm á nýju þingi.

Lýsa þær Ólína og Lilja Rafney sig  reiðubúnar til þess að endurskrifa frumvarpið með aðstoð tilkvaddra sérfræðinga í umboði ráðherra.

Þær Lilja Rafney og Ólína vilja m.a. hverfa frá hinum svokallaða byggðapotti, að strandveiðar verði gefnar frjálsar í skilgreindri strandveiðihelgi, skerpt verði á markmiðsetningu og útfærslu á takmörkunum framsals aflaheimilda, allur afli verði boðinn á innlendan markað og að skilið verði milli veiða og vinnslu.

Þá vilja þær að opnuð verði gátt á milli  nýtingarsamninga og leigupotts þannig að handhafar nýtingarsamninga eigi þess kost að bjóða í aflaheimildir í leigupotti og kvótalitlar útgerðir eigi þess kost að bjóða í nýtingarsamninga. Jafnframt verði leiguhlutinn aukinn að verulegum mun, t.d. í 20-30% þeirra aflaheimilda sem eru til ráðstöfunar  hverju sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert