Annar fundur á mánudag

Lögreglumenn afhenda starfsmönnum fjármálaráðuneytisins yfirlýsingu eftir kröfugöngu sem þeir fóru …
Lögreglumenn afhenda starfsmönnum fjármálaráðuneytisins yfirlýsingu eftir kröfugöngu sem þeir fóru í. Júlíus Sigurjónsson

Eng­ar ákv­arðanir voru tekn­ar á fundi vinnu­hóps lög­reglu­manna og stjórn­valda um kjara­mál, en hóp­ur­inn hitt­ist í dag. Ann­ar fund­ur hef­ur verið boðaður á mánu­dag.

Í vinnu­hóp­un­um eiga sæti full­trú­ar í samn­inga­nefnd lög­reglu­manna og ráðuneyt­is­stjór­ar í  for­sæt­is-, fjár­mála- og inn­an­rík­is­ráðuneyti. Lög­reglu­menn gera sér von­ir um að á mánu­dag­inn liggi bet­ur fyr­ir hvort og hvernig stjórn­völd ætla að koma á móts við kröf­ur lög­reglu­manna.

 Gerðardóm­ur úr­sk­urðaði í vik­unni um laun lög­reglu­manna en þeir eru afar ósátt­ir við niður­stöður dóms­ins.

Á mánu­dag­inn flyt­ur for­sæt­is­ráðherra stefnuræðu sína. Fyr­ir ári urðu mik­il mót­mæli við þing­húsið þegar for­sæt­is­ráðherra flutti stefnuræðu sína. Lög­reglu­menn von­ast eft­ir að fá meiri upp­lýs­ing­ar um stöðu kjara­mála áður ef stefnuræðan verður flutt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert