Annar fundur á mánudag

Lögreglumenn afhenda starfsmönnum fjármálaráðuneytisins yfirlýsingu eftir kröfugöngu sem þeir fóru …
Lögreglumenn afhenda starfsmönnum fjármálaráðuneytisins yfirlýsingu eftir kröfugöngu sem þeir fóru í. Júlíus Sigurjónsson

Engar ákvarðanir voru teknar á fundi vinnuhóps lögreglumanna og stjórnvalda um kjaramál, en hópurinn hittist í dag. Annar fundur hefur verið boðaður á mánudag.

Í vinnuhópunum eiga sæti fulltrúar í samninganefnd lögreglumanna og ráðuneytisstjórar í  forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneyti. Lögreglumenn gera sér vonir um að á mánudaginn liggi betur fyrir hvort og hvernig stjórnvöld ætla að koma á móts við kröfur lögreglumanna.

 Gerðardómur úrskurðaði í vikunni um laun lögreglumanna en þeir eru afar ósáttir við niðurstöður dómsins.

Á mánudaginn flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína. Fyrir ári urðu mikil mótmæli við þinghúsið þegar forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Lögreglumenn vonast eftir að fá meiri upplýsingar um stöðu kjaramála áður ef stefnuræðan verður flutt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert