Formaður lögreglufélagsins á samstöðufundi

heimilin.is

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun taka við undirskriftasöfnunar Hagsmunasamtaka heimilanna sem nú stendur í tæpum 34 þúsundum á morgun,  um hádegisbilið þegar þingsetningu er lokið.

Í fréttatilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna segir að dagskrá samstöðufundar um kröfurnar byrji kl. 10 í fyrramálið.
Andrea J. Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna mun setja fundinn með ræðu. Síðar um daginn munu Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Aðalbergur Sveinsson, formaður lögreglufélagsins, ávarpa fundarmenn á Austurvelli. Margir tónlistarmenn hafa lagt samstöðufundinum lið og munu standa fyrir tónleikum fram eftir degi til kl. 15.

„Hagsmunasamtökin hafa frá því í janúar 2009 tekið upp málstað heimilanna í landinu sem urðu fyrir gífurlegum forsendubrest vegna stökkbreytinga lána sem til er kominn vegna gengis- og verðtryggingar. Forsendubresturinn er til kominn vegna atburðarásar undir stjórn banka- og útrásarvíkinga í aðdraganda hrunsins sem heimilin gátu ekki séð fyrir né haft áhrif á. Heimilin skrifuðu ekki undir þann óútfyllta tékka og afleiðingar fjárhættuspilsins,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert