Gæti rignt á mótmælendur

Vonskuveður er búið að vera um allt land í dag en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veðrið að ganga að mestu niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt. 

Þeir sem ætla að mæta niður á Austurvöll snemma í fyrramálið til að mótmæla við þingsetningu Alþingis klukkan 10:30 geta átt von á léttum skúrum og 8 til 13 metrum á sekúndu. Hiti verður á bilinu 7 til 9 stig.

Kristín Snæfells, einn skipuleggjandi mótmælanna á morgun ætlar að vera með regnslár til taks fyrir illa klædda mótmælendur og eitthvað heitt á brúsa til að hita kroppinn ef kólnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert