Gæti rignt á mótmælendur

Vonsku­veður er búið að vera um allt land í dag en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stofu Íslands á veðrið að ganga að mestu niður á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt. 

Þeir sem ætla að mæta niður á Aust­ur­völl snemma í fyrra­málið til að mót­mæla við þing­setn­ingu Alþing­is klukk­an 10:30 geta átt von á létt­um skúr­um og 8 til 13 metr­um á sek­úndu. Hiti verður á bil­inu 7 til 9 stig.

Krist­ín Snæ­fells, einn skipu­leggj­andi mót­mæl­anna á morg­un ætl­ar að vera með regnslár til taks fyr­ir illa klædda mót­mæl­end­ur og eitt­hvað heitt á brúsa til að hita kropp­inn ef kóln­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert